Þið ættuð að lesa “Globalization and its Discontents” eftir Joseph Stiglitz. Nóbelsverðlaunamann í hagfræði og hagfræðing Alþjóðabankans um skeið. Í bókinni lýsir hann harmsögu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Heimsviðskipta-stofnunarinnar. Þessar stofnanir eru sligaðar af svonefndri Chicago-hagfræði markaðs- og hnattvæðingar. Sligaðar af Hayek og Friedman. Settu Rússland á hausinn og fjölmörg fleiri ríki. En Kína og Indland græddu á að hafna ráðum þeirra. Stiglitz lýsir ofsatrúarkerfi, sem skildi alls staðar eftir sviðna jörð. Leiddi til núverandi hruns í fjármálum heimsins.