Af hverju situr Alexander Eðvardsson ekki á Bessastöðum? Hann er yfirmaður hjá endurskoðun KPMG, frægri að endemum. Endurskoðaði banka og fyrirtæki, er skálduðu reikninga langt út fyrir velsæmismörk. Vilhjálmur Bjarnason metur, að endurskoðendur hafi alls samþykkt viðskiptavild upp á 900 milljarða króna í sukkinu. Öll sú viðskiptavild var einskis virði. Eigi að síður láta Samtök atvinnulífsins Alexander troða upp á morgunverðarfundi. Þar hótaði hann, að auðmenn mundu flýja land, ef þeir væru skattlagðir svipað og í útlöndum. Af hverju er þetta geðfellda gengi sífellt að ögra barinni og nauðgaðri þjóð?