Bókhneigðir grautarhausar

Punktar

Íslandsvinurinn Collingwood heimsótti landið 1897 og skrifaði vinsamlega bók um þjóðina. Í bréfi til konu sinnar hefur hann flóknari sögu að segja: „Sé í raun og veru um einhverjar gáfur að ræða, eru það helst á bókmenntasviðinu. […] Aftur á móti virðist engin lifandi sála skilja vísindalegar staðreyndir, efnahagsleg sannindi, stjórnmálalegt raunsæi eða nokkur önnur fræðileg efni. Þeir eru haldnir hverskyns hugarórum.“ Þjóðin einkennist „einkum af vissum grautarhaushætti og algjörum skorti á þjálfun til þess að gaumgæfa og fara með staðreyndir.“ Þessi lýsing á enn firnavel við óhæfa kjósendur landsins.