Bókstafstrúarfólk er hvarvetna til vanza, jafnt meðal kristinna og múslima. Þeir eru hættulegir, sem vilja nota biblíuna eða kóraninn sem lögbók fyrir dómstóla. Einnig þeir, sem segja, að spámaðurinn, Kristur eða Múhameð, tali gegnum þá. Og segi þeim, hvað gera skuli. Allt költ af því tagi er hættulegt, jafnt trúfélagið Krossinn sem trúfélög Wahabíta. Fráleitt er að telja Félag múslima á Íslandi í þeim hópi. Þetta er frjálslynd grein af Íslam. Gott er, að það fékk lóð undir musteri eins og önnur trúfélög hafa fengið. Ógeðslegir eru frambjóðendur Framsóknar, sem espa trúarofstæki fáfróðra gegn moskunni.