Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur beðist afsökunar á, að meirihluta þjóðarinnar voru veittar sjónvarpsfréttir á réttum tíma og hagsmunum hans ekki fórnað fyrir háværan 30% minnihluta þeirra, sem vildu sjá boltaleik í fréttatímanum. Þetta er gott dæmi um, hversu illa kúgaður almenningur er af boltafólki. Ég held, að leitun sé að sjónvarpsstöð, er láti fasta fréttatíma víkja fyrir sérhæfðu áhugamáli, sem kannanir sýna í algerum minnihluta. Ég held líka, að hvergi í heiminum telji sjónvarpsstjóri sig þurfa að biðja boltafólk afsökunar.