Engin furða er, að notkun sjónvarpsfrétta minnkar, þegar ekki er að hægt að treysta föstum fréttatímum. Til skamms tíma voru fréttatímar heilagur þáttur sólarhringsins. Sjónvarp frá boltaleikjum hefur rutt hefðinni til hliðar. Áhugi á boltaleikjum er þó sérhæfður, til dæmis þekki ég engan, sem horfir á heimsleika í fótbolta. Þjónusta við þessa áhorfendur á að vera á sérstakri rás eða rásum, sem þeir borga sjálfir. Almenningur á að geta haft sínar fréttir í friði. Ríkisútvarp má ekki verja skattfé til að sýna boltaleiki. Þeir peningar eiga bara að fara í að halda uppi traustri fréttaþjónustu.