Boltann á læsta rás

Punktar

Ríkisútvarpið er að nokkru kostað af skattgreiðendum til að veita þjóðlega og menningarlega þjónustu. Til að kveða rímur, lesa þjóðsögur, sýna klassík og þjónusta lýðræðið. Ekki til að kaupa rándýrt efni um boltaleiki. Síðustu misserin hefur misnotkun Ríkisútvarpsins á fé skattgreiðenda flogið langt út yfir allan þjófabálk. Dagskrá er meira eða minna úr skorðum. Ekki einu sinni fréttir fá að hafa frið. Dýra boltaleiki á að sýna á lokaðri rás. Það telst varla til mannréttinda að fá að horfa frítt á rándýrt efni fyrir letidýr.