Frá Bolungarvík á Ströndum fyrir Bolungarvíkurbjarg til Furufjarðar á Ströndum.
Sæta þarf sjávarföllum til að komast fyrir Bolungarvíkurófæru.
Förum frá sæluhúsinu í Bolungarvík suðaustur með Bolungarvíkurbjargi um ógreiðfærar urðir út á Drangsnes. Síðan förum við suður um Bolungarvíkurófæru undir Hádegishnúki. Á fjöru getum við farið undir Ófærunni, en verðum annars að klöngrast mjóan stíg um sjálfa Ófæruna. Við höldum áfram suðsuðvestur ógreiðfæra fjöruna undir Bolungarvíkurbjargi. Síðan tekur við gróið land að Ánni í Landinu. Förum yfir Ána hjá Mávabergi og síðan inn í Furufjörð að sæluhúsinu þar.
5,4 km
Vestfirðir
Ekki fyrir hesta
Skálar:
Bolungarvík: N66 18.143 W22 14.147.
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.
Nálægar leiðir: Bolungarvíkurheiði, Hornstrandir, Skorarheiði, Svartaskarð, Göngumannaskörð, Furufjarðarnúpur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort