„Sem þjóð erum við bölvaðir aumingjar“, segir KÁRI Stefánsson. Var að tala um pólitískar undirlægjur, sem glúpna fyrir frekju. Kári sagði stöðugleikaframlag vogunarsjóða aðeins þriðjung af því, sem það ætti að vera. Ísland fari halloka í þessum viðskiptum. Raunar er það sama saga og í viðskiptunum við eigendur stóriðju. Þeim var seld raforka á tombóluprís og engin auðlindarenta innheimt. Í öllum tilvikum hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tekið þær ákvarðanir, sem hafa stórskaðað þjóðina. Partur af því dæmi, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aumingjar. Verst hæfir allra manna til að koma nálægt fjármálum og rekstri.