“Dæmi um að hælisleitendur setjist að í svítum bæjarins.” Stórfréttin var á Visir.is í hádeginu. “Bölvaðir negrarnir”, hugsuðu menn og lásu fréttina. Þar var ekkert bitastætt um fyrirsögnina. Neðan við miðju fréttar er þetta haft eftir Hauki Guðmundssyni, forstjóra Útlendingastofnunar. Var bara slúður Hauks í anda stofnunarinnar. Haukur nefndi engin dæmi slúðrinu til stuðnings og Visir.is rukkaði hann ekki um dæmi. Það er léleg blaðamennska að flytja slúður til að efla fordóma fólks. Miklu nær var, að fjölmiðillinn nennti að rekja dæmi um lúxuslíf hælisleitenda til staðfestingar slúðrinu.