Böndin berast að Árna og Björgvin

Punktar

Geir Haarde neitaði í gær á alþingi að hafa vitað um tilboð brezka ríkisins og fjármálaeftirlits þess. Fyrir þrjátíu milljarða króna bauðst það til að yfirtaka ábyrgð á IceSave reikningum Landsbankans. Ef þessu tilboði hefði verið tekið, væri hér ekkert hrun, bara kreppa eins og í útlöndum. Tilboðið gufaði upp. Davíð Oddsson sagðist hafa haft óskýrar fréttir af því. Böndin berast annað hvort að Árna Mathiesen eða Björgvin Sigurðssyni, sem á þessum tíma áttu samskipti við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Þeir hafa misskilið tilboðið, gleymt því eða talið ástandið skárra en það var.