Andrés Jónsson bloggaði merkar vangaveltur um heimildarmann Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Sá sagði Jóni Ásgeiri, að Baugsmálið væri pólitísk aðgerð. Heimildarmaðurinn var fyrrverandi forsætis. Þar koma fjórir til greina í þessari röð: Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson og Davíð Oddsson. Samkvæmt Andrési er Halldór heitastur, sem er rökrétt. Ég hafði gagn af að lesa hugleiðingar Andrésar, sem skrifar yfirleitt af viti um pólitík. En við eigum ekki Seymour Hersh eða annan rannsóknarblaðamann. Í Bandaríkjunum hefði slíkur upplýst okkur um nafn heimildarmannsins.