Bónus fyrir gjaldþrot

Punktar

Núverandi stjórn hins gjaldþrota Exista þarf að standa í samningum við tvo bófa, sem áður ráku fyrirtækið. Þeir keyrðu það í þrot og borguðu sér um leið tugmilljónir í bónusa fyrir vel unnin störf. Þetta var dæmigerð iðja útrásarvíkinga. Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson sitja svo aldeilis ekki inni. Þeir ganga lausir og standa í samningum um að gefa eitthvað eftir af ránsfeng sínum. Stjórnarmenn þeirra voru tveir Bakkavararbræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, meðal mestu afreksmanna hrunsins. Næstum þrjú ár eru liðin frá hruninu og enn ganga allir þessir ofurbófar landsins lausir.