Ögmundur Jónasson hefur fundið sitt rétta hlutverk í lífinu. Að klippa á borða. Minnisstæð er sigurmyndin af honum í Hófaskarði, þar sem hann lyftir borðanum í hríðinni í gær. Hún er táknmynd firringar nútímans. Pólitíkusinn, sem hafnar útlendum glerperlum og spritti, hefur fundið sér sitt Lebensraum. Hefur nú á undraskömmum tíma klippt við Óshlíðargöng, Héðinsfjarðargöng, Hófaskarð og á Lyngdalsheiði. Margir samgönguráðherrar hafa sýnt nautn af að klippa borða, en Ögmundur slær alla út á tveimur mánuðum. Hann er linnulaust á vaktinni. Verður fínn Bastían í borginni, þegar Jón Gnarr nennir ei meir.