Þegar ég kem þreyttur af hestbaki og nenni ekki að elda, verður oftast fyrir mér Kínahúsið. Þar er aldrei fullt, þótt þar sé bezti Kínamatur landsins, notaleg stofa og róandi tónlist frá Singapúr. Þar kostar tæpar 2000 krónur að borða súpu og fimmréttaðan mat, sem kemur ekki upp úr hitakössum, heldur er séreldaður fyrir hvert borð. Þetta kostar þriðjung af verði Víns og skeljar og skilur eftir þægilegri tilfinningu, þegar haldið er heim. Stundum er svo fátt í Kínahúsinu, að ætla mætti að þetta sé borðstofan okkar Kristínar.