Börðust ekki á baki

Punktar

Sturlungar voru litlir herstjórar, þótt þeir sætu í erlendum hirðum og vissu um hermennsku riddara á miðöldum. Sturla Sighvatsson fór alla leið til Rómar. Samt þóttust Íslendingar berskjaldaðir á hestbaki og fóru af baki til að berjast. Kannski höfðu þeir grjótið helzt að vopni. Höfðingjar kenndu mönnum sínum enga hermennsku og kunnu ekki að skipa liði. Sturla og Sighvatur virðast hafa verið heillum horfnir í Örlygsstaðabardaga. Þeir voru ekki undir bardaga búnir, þótt þeim hafi klukkustundum saman verið ljóst, að tvöþúsund manna her var að þoka sér austur yfir Héraðsvötn.