Borga vélmennin skatta

Punktar

Hreyfanlegar tölvur, svokölluð vélmenni, eru að valda byltingu. Hún felst í, að hálfu þjóðirnar verða atvinnulausar. Við færiböndin í sjávarútvegi munu starfa vélmenni. Flutningabílum verður stjórnað af vélmennum. Þau taka einnig störfin af helmingi allra lögfræðinga. Svona mætti lengi telja. Þetta gerist á næstu árum og næsta áratug. Hvað gerum við til dæmis, þegar 100.000 Íslendingar verða atvinnulausir? Hver borgar? Verða vélmennin látin borga skatta til að standa undir borgaralaunum? Missa vangefnir valdhafar vesturlanda tökin á verkefninu? Munu bófar á borð við lePen, Donald Trump, Berlusconi og Bjarni Ben taka við?