Borgaralaun eru dýr

Punktar

Borgaralaun kosta mikið fé. Upp í þau ganga styrkir til atvinnulausra, aldraðra, fátækra, sjúklinga og öryrkja. Greiðslur fyrirtækja á jafngildi borgaralauna. Ennfremur greiðslur þeirra á hvert vélmenni sem kemur í stað láglaunafólks. Sé gert ráð fyrir ókeypis heilsuþjónustu og skólaþjónustu, verða þessar mótgreiðslur lægri en borgaralaun. Því þarf ríkið líka að fá auðlindarentu og auðlegðarskatt til að veita þá velferð. Ég hef ekki séð tölur um, hver þessi mismunur getur orðið. Gott væri að stíga skrefið í áföngum. Svo að á hverju stigi sé hægt að sjá, hvert fjárhagsdæmið er og haga seglum eftir því. Borgaralaun eiga að vera til umræðu.