Borgarar eða þegnar

Punktar

Borgarar eða citoyen urðu til í Frakklandi í borgarastríðum undir lok 18du aldar. Þeir hrifsuðu völdin af forréttindastéttum þess tíma. Svipað gerðist í Bandaríkjunum um sama leyti, þar hétu borgararnir citizen. Með borgurum komu stjórnarskrár, þar sem borgarar töldust frjálsir, jafnir og bræður. Fyrst og fremst töldu þeir sér skylt og ljúft að skipta sér af öllu, sem aflaga fór. Fóru upp á torgkassana og götuvígin. Nú er fólk ekki lengur borgarar, bara þegnar eins og á einvaldstímanum. Það telur samfélagið ekki koma sér við og lætur gráðugum forrréttindastéttum eftir að stjórna því.