Borgarar éta sig

Punktar

Karl Marx og Friedrich Engels höfðu að því leyti rétt fyrir sér, að rökrétt niðurstaða markaðslögmála er einokun. Fyrirtæki éta hvert annað, unz tvö eða þrjú standa til málamynda eftir og semja um markaðinn. Þetta kölluðu þeir, að borgarastéttin æti sjálfa sig. Tristam Hunt skrifar grein um þetta í Guardian í tilefni af tilboði Nasdaq í Stock Exchange. Við þekkjum þetta vel á Íslandi. Hér er bara samkeppni á litlum reitum, svo sem í bílainnflutningi. Skiptir þá engu, hvort fyrirtækin auglýsa eins og bankarnir íslenzku. Þeir auglýsa ekki bætt kjör, enda hafa þeir vond kjör fyrir alla.