Þingmenn Borgarahreyfingarinnar voru sigurvegarar eldhúsumræðna Alþingis um stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. Birgitta Jónsdóttir vill láta menn sæta ábyrgð á hruninu. Annars trúi þjóðin ekki á aðgerðir stjórnvalda. Kallaði þær bómullaraðgerðir. Hótaði raunar annarri búsáhaldabyltingu. Pólitíkusar gleyma, að vanhæfu stjórninni var bylt af reiðum mannsöfnuði 21. janúar við bálköst ofan við Þjóðleikhúskjallarann. Nýju ríkisstjórninni hefur mistekizt að telja fólki trú um, að hún höndli vandræði þjóðarinnar rétt og gegnsætt. Hún hefur hvorki náð tökum á Fjármálaeftirlitinu né skilanefndum bankanna.