Meirihluti borgarstjórnar hyggst á næsta kjörtímabili endurheimta hraðferðirnar sálugu hjá Strætó með fáránlegum kostnaði. Þær eiga nú að heita Borgarlína. Hún verður svo dýr, að engar aðrar samgöngur verða bættar og einkabílistar verða ofsóttir. Markmiðið er að svæla þá upp í Borgarlínuna. Hún lengir ferðatíma fólks um 15-20 mínútur, bæði þeirra, sem nota hana og hinna sem ekki nota. Jafnframt er stefnt að töfum á bílaumferð, einkum á álagstímum. Þessi martröð mun ekki auka lífgæði borgarbúa. Fækkun bílastæða er önnur aðferð til að minnka lífsgæði einkabílista. Alveg eins og þétting núverandi byggðar minnkar lífsgæði íbúanna.