Fram undan eru tímamót í samgöngum. Allskonar rafknúin, sjálfkeyrð tæki bætast við markaðinn. Við vitum ekki, hvaða útgáfur verða vinsælastar. Vitum ekki, hvort rafknúinn strætó verður vinsæll. Vitum bara, að borgarlínan fyrirhugaða verður mjög dýr. Við val farartækis bætast ýmsir rafknúnir hjólastólar, vespur, reiðhjól og yfirbyggðar útgáfur af 2-4 hjóla tækjum. Ég sé mig fyrir mér fara í rafknúnum hjólastól að aftanverðu upp í rafknúinn, sjálfkeyrðan smábíl, sem tekur þriðja hluta af plássi núverandi einkabíla. Vitum ekki, hvernig akreinar, hjólreinar og gangreinar tækin munu nota. Ótímabært er að veðja á borgarlínu sem framtíðina.