Skólavörðustígur neðanverður er að verða borgarmiðja. Þar eru þrjú fyrirtaks kaffihús, öll með útisetu, Mokka, Kaffifélagið og Eymundsson, sem einnig er bókabúð. Þar er hollustubúðin Yggdrasill og þar er Ostabúðin með ilm hins víða umheims. Og þar er fangelsið gamla og góða. Fyrir framan það situr oft á bekk dæmdi guðlastarinn Úlfar Þormóðsson og gefur mér menningarlínuna. Hér er meira af galleríum en tuskubúðum. Í Bergstaðastræti er Bernhöftsbakarí. Rétt hjá götunni er bókabúð Máls og menningar, veitingahúsin Ítalía og Santa María við Laugaveg. Enginn vandi er að finna hérna lausan stöðumæli.