Frá Selsstöðum í Seyðisfirði um Brimnes að Borgarnesi.
Fífldjarfir göngumenn geta klöngrast áfram eftir einstigi um jökulrák fyrir Jökul og niður á tangann Tó. Fólki er ekki ráðlagt að fara þetta. Jökull er rák, sem vatn seytlar á. Af Tó þarf að færa sig upp á næsta hjalla og halda síðan greiða leið um Hjálmárströnd til Loðmundarfjarðar.Frá Borgarnesi er útsýni norður yfir Loðmundarfjörð.
Förum frá Selstöðum eftir jeppaslóð með ströndinni austur að Brimnesi. Síðan um grónar skriður norðaustur að Borgarnesi. Þaðan er varhugaverð gönguleið til Loðmundarfjarðar.
9,7 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Kjólsvík, Loðmundarfjörður.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort