Fimm sækja um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eru svona margir, því að þeir telja sætið vera núna óvenju góðan stökkpall upp í borgarstjórann. Þeir gera ráð fyrir, að sú, sem er í fyrsta sætinu, verði kölluð til þjóðmála fyrr en varir. Bjarni Benediktsson sé á fallanda fæti sem útrásarvíkingur. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri fái brátt kallið. Innsta hirð Flokksins á Alþingi er flækt í útrásina, ekki gjaldgeng í formanninn. Bjarni sjálfur með skýjaborgina í Macau-spilavítinu, Þorgerður Katrín með kúlulánið og Illugi Gunnarsson með sjóð 9. Þau eru 2007-hópur