Borgarstríðsfréttir

Punktar

Fólk brjálast út af þéttingu byggðar í Reykjavík. Fyrsti steinkastalinn við Mýrargötu vekur skelfingu og fleiri eiga að fylgja þar á eftir. Einnig er byrjað að bora fyrir steinkastala á Lýsisreitnum við Eiðisgranda og öðrum við Höfðaborg. Alls staðar eru vandræðin svipuð. Framkvæmdir valda rótgrónum íbúum ónæði og skemmdum á húsum. Lífið versnar á svæðinu, til dæmis minnkar útsýni og bílaumferð eykst. Gömul byggð verður krækiber í helvíti, samanber Bráðræðisholt. Það versta er eftir: Ókleift verður að leggja bílum í gömlum hverfum, því skipulagður bílastæðaskortur steinkastala flæðir um nágrennið.