Dæmigert fyrir Gylfa Arnbjörnsson er, að honum lízt illa á, að eigendur fjár í lífeyrissjóðum fái að stjórna sjóðunum. Forseta Alþýðusambandsins finnst miklu betra, að stjórnarmenn atvinnurekenda og verkalýðsrekenda fari þar með völd hér eftir sem hingað til. Gylfi er ósáttur við tillögu Tryggva Þórs Herbertssonar og fleiri þingmanna um slíka breytingu. Við höfum samt séð, að fulltrúar valdakerfisins fóru illa með þennan lífeyrissparnað, að minnsta kosti fyrir hrun. Hagsmuna sjóðfélaga var ekki nógu vel gætt. Mál þetta er gott dæmi um, að fyrirtækjabossar og verkalýðsbossar eru orðnar samlokur.