Fjármálaeftirlitið ímyndar sér, að lagatæknar geti ákveðið, að hugtak sé ekki lengur til. Ef því sé laumað úr lögum, sé það ekki til. Ég fullvissa eftirlitið um, að lagatæknar stjórna ekki íslenzkum hugtökum. Bótasjóðir eru hugtak. Nær yfir fé, sem tryggingafélög taka af viðskiptafólki til að tryggja greiðslugetu bóta í náinni framtíð. Þannig eigi gjaldþrota tryggingafélag fyrir bótum. Sem reyndist þó rangt í hruninu, sjóðunum var stolið. Fylgt er evrópskum reglum um bótasjóði. Nú datt bófum í hug, að kjörið væri að lauma hugtakinu úr lögum, svo aftur sé unnt að stela sjóðunum. Eigi að síður er bótasjóður fullgilt hugtak.