Ráðherrar venja sig á að fara með rugl sem staðreyndir. Eygló Harðardóttir slær um sig með undarlegum tölum, sem fá ekki staðizt. Segir 277 bótaþega hafa árið 2011 svikið 3,4 milljarða út úr Tryggingastofnun. Ríkisendurskoðun er borin fyrir tölunum. Árlega tólf milljónir króna að meðaltali á hvern. Harla ótrúverðugt. Ráðherra dreifir tölum eins og staðreyndum til að magna hatrið á bótaþegum. Fróðlegra væri að kanna og sundurliða tölurnar. Hvers konar bætur voru þetta og hvað var í ólagi með veitingu þeirra? Fremur en að setja lög gegn einkalífi allra bótaþega. Eru greinilega engir kvótagreifar.