Botn ósvífninnar

Punktar

Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson eru svipaðir að gerð, með afbrigðum ósvífnastir allra pólitíkusa. Þannig hefur það verið um áratugi. Eru mér staðfesting þess, að mikill hluti íslenzkra kjósenda stígur ekki í vitið. Nú er Ólafur Ragnar í baráttu, þar sem hann skeytir engu um staðreyndir. Fyrst biður hann skriflega um skilning á, að hann þurfi hugsanlega að hætta í embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Síðan segir hann fréttir af þessu vera haugalygi. Þreytandi rógberi er hann. Við þurfum að losna við alla þá fugla úr pólitík. Ólafur er næstur í röðinni. Síðan fara Jóhanna og fleiri að ári.