Botnaver

Frá Veiðivatnavegi að Botnaveri við Þórisvatn.

Á nat.is segir svo um Þórisvatn: “Þórisvatn var næststærsta náttúrulega stöðuvatn landsins þar til það varð að miðlunarlóni fyrir virkjanir á Tungnár- og Þjórsársvæðinu. Flatarmál þess var u.þ.b. 70 km² en nú er það breytilegt eftir vatnsbúskapnum á söfnunarsvæði þess og getur orðið allt að 86 km². Vatnshæðin er á milli 561 og 578 m yfir sjó. Umhverfi vatnsins er gróðurvana auðn eftir að einu gróðurblettirnir fóru undir vatn. Vatnið er mjólkurlitað vegna jökulvatnsins, sem hefur verið leitt í það. Þórisós var afrennsli þess þar til hann var stíflaður og vatnið leitt í skurði til Krókslóns fyrir ofan Sigölduvirkjun. Sprengisandsvegur liggur rétt hjá vatninu, þannig að aðgangur að því er auðveldur. Þórisvatn var þekkt fyrir stóran urriða en aflabrögð urðu dræmari eftir allar þessar breytingar.”

Byrjum á Veiðivatnavegi F229 norðaustan við Þóristind. Þar sem sá vegur sveigir til suðausturs, er hliðarleið norðaustur að Móöldu við Þórisvatn og síðan með vatninu að fjallakofa í Botnaveri við austurenda Austurflóa í Þórisvatn.

12,8 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Botnaver: N64 16.279 W18 41.685.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jökulheimar.
Nálægar leiðir: Skyggnisvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort