Botnfallið kýs bófana

Punktar

Þrátt fyrir dagleg hneyksli fer fylgi ríkisstjórnarinnar ekki niður úr 35%. Þar virðist vera botninn, Sjálfstæðis með 25% fylgi og Framsókn með 10% fylgi. Að vísu er þetta bara svipur hjá fyrri sjón. En fylgistapið nægir engan veginn til að koma hér upp norðurevrópsku fyrirmyndarríki. Þessi 35% eru enn botnfallið í þjóðfélaginu. Hugsa aldrei um pólitík og láta smala sér eins og sauðfé á degi kosninga. Það er þessu fólki að kenna, að bófaflokkum eru afhent völd til að arðræna samfélagið. Að vísu hagar ríkisstjórnin sér eins og kjörtímabilið verði hið síðasta í samstarfi bófaflokkanna. Í því verður hún vonandi sannspá.