Botninn er fundinn

Punktar

Skoðanakannanir sýna hægfara hnignun á fylgi ríkisstjórnarinnar. Sveiflur milli flokka felast í að fólk rambi milli lítt vinsælla stjórnarflokka, stundum með viðkomu í Bjartri framtíð. Er Sjálfstæðis fer niður, fer Framsókn upp og öfugt. Segir mér, að þessir tveir flokkar hafi fundið botninn í sameiginlegu fylgi upp á 35%. Sem gæti farið upp í 40% með smávægilegu rölti úr Bjartri framtíð. Þegar fylgisbotn bófaflokka fer ekki niður fyrir 35%, má vera ljóst, að erfitt verður að mynda stjórn án aðildar bófanna. Ekki bætir úr skák, að hvorki Samfylkingin né Vinstri grænir megna að draga til sín neitt fylgi. Flýðu því, ef þú getur.