Af þjóðaratkvæðagreiðslunni mætti ráða, að kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins nemi 17% kjósenda. Þeir, sem hlýddu í blindni herhvöt Bjarna Benediktssonar, er bað þá hafna nýrri stjórnarskrá. En kjarnafylgið er heldur meira. Ótaldir eru fávitarnir, sem jafnan kjósa flokkinn, en hafa engan áhuga á pólitík af neinu tagi. Þeir halda bara með sínu KR, sínu fótboltaliði. Hafa gert svo frá ómunatíð, margir hafa jafnvel erft fylgispektina. Hefðu kannski kosið um stjórnarskrána, ef Davíð hefði skipað svo, en ekki fyrir Bjarna. Kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins nemur um 25% kjósenda, fylgi hans í síðustu kosningum.