Bragðavalladalur

Frá Bragðavöllum í Hamarsfirði um Bragðavalladal að fjallaskálanum í Hamarsdal.

Hét Sviðinshornadalur að fornu. Á Bragðavöllum fundust rómverskir peningar frá valdatíma Árelíanusar og Próbíusar frá þriðju öld. Innan til í dalnum eru Hæðagil og síðan Hæðabrekkur. Er þar komið að Leiðagili, þar sem Flosaleið liggur um Sviðinshornahraun og síðan austan við Brattháls og Hornbrynju til Fljótsdalshéraðs.

Förum frá Bragðavöllum inn Bragðavalladal sunnan Hamarsár um Bleikshjalla, Kálfaurahala og Mjósund að fjallaskálanum í Hamarsdal.

11,8 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hamarsdalur, Flosaleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins