Mjólkursamsalan segist afturkalla sendingu af stoðmjólk, því hún hafi „ekki staðist bragðkröfur“. Merkileg lýsing á framleiðslu, sem stefndi lífi og heilsu ungbarna í voða. Fjöldi manns hefur sagt frá reynslu af lofti í maga, slæmum magakrömpum, hitaköstum, ælupestum og niðurgangi ungbara. Hversu margir hafa trúað fullyrðingum þessa annálaða bófafélags um ófullnægðar „bragðkröfur“? Og þá hversu mörg börn hafa veikzt vegna þessara ósanninda? Hér er matvælaeftirlit í tómu tjóni, samanber langvinna leynd yfir dýraníði á svína- og kjúklingabúum. Því miður kóar Matvælastofnun með níðingum og starfar sízt fyrir notendur.