“Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota”, segir brandarakarlinn. Skattgreiðendur þurfa enn að borga tugi milljarða króna í sjóðinn. Samt segir forstjórinn, að sjóðurinn sé ekki gjaldþrota. Á vafalaust við, að hann hafi ekki farið í lögformlegt ferli hjá skiptastjóra. En dúndrandi gjaldþrot er það samt og gjaldþrot skal það heita. Rétt eins og Seðlabankinn, sem Davíð greifi setti á hausinn, en ekki þó alveg eins hrikalegt gjaldþrot. Fáránlegt er í erfiðri stöðu sjóðsins, að bankastjóri hans fari opinberlega með fleipur, geri sig að athlægi á almannafæri. Hristir samt tóman betlibaukinn framan í þjóðina.