Charles Hendry var orkuráðherra Bretlands fyrir tveimur árum. Þá samdi hann við Ísland um sameiginlega könnun á hagkvæmni rafstrengs milli landanna. Annar aðili að þessu máli var einkafyrirtækið Atlantic Supergrid Corp sem er í eigu Edmund Truell. Sá gaf sem svarar 80 milljónum króna í kosningasjóð Íhaldsflokksins. Ári síðar hætti Hendry í pólitík hjá Íhaldinu, fór að vinna hjá Atlantic Supergrid. Grein er um það í GUARDIAN . Svona getur oft verið skammt milli einkahagsmuna og opinberra hagsmuna í samstarfi þessara aðila. Slíkan kostnað við rafstreng greiðum við í hærrra orkuverði almennra notenda.