Braskaraborgin

Punktar

Reykjavíkurborg og skipulagsráð hennar hafa misst þróun Reykjavíkur úr höndum sér í krumlur braskara. Samþykktir eru forljótir steypu- og glerkassar, sem gernýta lóðarpláss og stinga í stúf við stíl miðborgarinnar. Lóðarverð að baki einnar íbúðar er eitt og sér að hoppa yfir þrjátíu milljónir króna. Bílastæði eru nánast bönnuð og íbúar nýrra húsa leggja bílum við gömlu húsin. Þannig eru lífsgæðin rýrð víðs vegar um borgina. Ástin á bröskurum blandast saman við óskhyggju upp úr áróðri um nýjan lífsstíl gangandi og hjólandi fólks. Ég sé ekki, að núverandi meirihluti verði upp á marga fiska í næstu borgarkosningum.