Lætin út af andláti George Best boltamanns minna örlítið á lætin út af andláti Díönu prinsessu. Fólk stóð í hópum utan við sjúkrahúsið, þegar hann var að deyja. Búizt er við, að 100.000 manns verði við útförina á laugardaginn. Enda var ævi hans dramatísk. Hann gekk brott á hátindi ferilsins og eyddi ævinni í sukk og svínarí, sem kostaði heilsuna og virðinguna. Endalaus röð brotinna loforða og drykkjutúra hafa verið fréttaefni í Bretlandi. Hún sýnir vel, hversu eindregið er hægt að klúðra góðum ferli. Um George Best gildir orðaleikurinn: Hann brauzt til fátæktar og dauða.