Bréf til Þráins

Punktar

Ég sakna þín af fésbók. Þú ert einn af þeim fáu, sem lífga hversdagsgrámann með innihaldi og stíl. Ég skil vel, að þér leiðist tröllin, sem vaða um á skítugum skóm. En þú mátt ekki láta þau sigra. Horfðu bara gegnum þau eins og þau séu ekki til, strikaðu þau annars út af þínum vegg. Fésbók er of stutt til að eyða í ólæs tröll, sem hanga á annarra manna veggjum. Eiga alltaf síðasta upphrópið, endurtaka sömu fyrirsögnina án megintexta. Fésbók þarf fólk með skýra og hvassa hugsun og meitlaða frásagnargáfu. Þarf fólk, sem kann að svipta þokunni af hefðbundnum klisjum og möntrum. Komdu aftur á fésbók, Þráinn, þú átt hér heima.