Bregðast við, til hvers?

Punktar

Forsetinn reynir eins og Flokkurinn að hindra framgang nýrrar stjórnarskrár, enda er hann hagsmunaaðili. Ríkiseigendur reyna að hefta aukið lýðræði og einkum að hindra þjóðareign auðlinda. Í því skyni eru sendar fram fylkingar lagatækna, sem segja nýju stjórnarskrána gallaða. Einn garpurinn segir meira að segja, að engin þjóðareign sé til, lagalega séð. Heimtað er, að forsætis bregðist við blaðri forsetans. Til hvers? Stjórnarskráin er í eðlilegu ferli og engin sérstök ástæða til að semja við bófa um útþynningu hennar. Bófarnir verða bara að biðja kjósendur um að kjósa sig í þingkosningunum að vori.