Breiðuskörð

Frá Fljótsvatni um Breiðuskörð til Almenningaskarðs.

Ómerkt leið, ófær hestum og torfær mönnum.

Á útivistarkorti Hornstanda segir frá aðkomu að Breiðuskörðum að austanverðu: “Standi maður neðan skarðsins, teygir urð sig alllangt upp í hlíðina undir skarðsöxlinni, en klettabelti hægra megin hennar. Farið er upp urðina, þar til opnast inn á syllu í klettunum. Hún er gengin, þar til rof myndast ofan við hana, þar sem gengt er upp í skarðið. Þegar komið er úr skarðinu, er nokkuð greið leið niður …”

Byrjum við norðanvert Fljótsvatn, þar sem Svíná rennur í vatnið. Förum norðaustur Svínadal upp í Breiðuskörð í 460 metra hæð. Síðan förum við sneiðinga austur að Kirfi og austsuðaustur um Almenninga vestri að slóð milli Fljóts og Kjaransvíkur um Almenningaskarð.

6,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Almenningar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort