Frá þjóðvegi 60 á Ódrjúgshálsi um Brekkufjall að slóð norður Þorskafjarðarheiði sunnan við Gedduvatn.
Byrjum ofan við sneiðinga þjóðvegar 60 af Ódrjúgshálsi niður og vestur í Djúpafjörð. Förum jeppaslóð norður milli Hálsár og Sauðadalsár og áfram um króka norður Brekkufjall. Áfram norður fyrir nyrstu drög Þverdals og síðan norður fyrir Djúpadalsá. Þaðan norðnorðaustur milli tveggja ónafngreindra vatna og áfram norðnorðaustur að reiðslóð um Þorskafjarðarheiði fyrir sunnan Gedduvatn. Þaðan liggur heiðarslóðin norður Langadal að Ísafjarðardjúpi.
20,2 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Gróunes, Hallsteinsnes, Þorskafjarðarheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort