John Howard hrundi í Ástralíu og Jaroslaw Kaczynski í Póllandi. Áður lak Tony Blair frá völdum í Bretlandi. Silvio Berlusconi féll á Ítalíu og Jose Maria Aznar á Spáni. Hver á fætur öðrum hverfur. Förunautar George W. Bush erlendis eru brennimerktir ógæfunni. Bara Anders Fogh Rasmussen í Danmörku tókst að hanga. Að vísu komu inn Nicolas Sarkozy í Frakklandi og Angela Merkel í Þýzkalandi. Það leiddi ekki til nýrra hermanna í Írak/Afganistan í stað þeirra, sem heim voru kallaðir. Ógæfan, sem fylgir Bush, náði líka til Íslands. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hröktust úr valdastólunum.