Brennuvargarnir í brunaliðinu

Punktar

Hvert sem litið er sjáum við brennuvarga í brunaliði hrunsins. Við sjáum þá í sannleiksnefnd alþingis, matsnefnd um seðlabankastjóra, fjármálaeftirliti, skilanefndum gömlu bankanna, nýjum bankastjórnum. Ríkisstjórnin getur ekki unnið sér trausts almennings með því að láta þetta viðgangast. Hún þarf að hreinsa út brennuvargana. Þeir eru þekktir, nöfn þeirra hafa ítrekað komið fram. Þeir eru fulltrúar gamla tímans, er embættismenn og lögmenn stjórnuðu öllu. Þeir komu þjóðinni á hausinn og þjóðin vill ekki sjá þá í brunaliðinu. Meðan þeir flækjast fyrir slökkvistörfum segir fólk bara: Við borgum ekki.