Brestir í dómgreindinni

Punktar

Vigdís Hauksdóttir hefur í nærri fjögur ár geisað mikið í pólitík. Farið þar óvægnum orðum um menn og málefni. Þar sem hún er jafnframt málhölt, hefur framganga hennar orðið tilefni frétta um málvillur. Það kallar hún einelti og kvartar sáran í kranaviðtali Fréttatímans í dag. Passar illa við óvægni hennar og ber vitni um dómgreindarbrest. Minnir á Sigurð G. Guðjónsson, sem kærir fyrir hatursáróður gegn Bakkavararbræðrum. Lagaákvæði um hatursáróður voru nýlega sett að undirlagi félagslegs rétttrúnaðar til að gæta hagsmuna minni máttar hópa. Sigurður telur auðuga fjárglæframenn vera minni máttar.