Nú er Bretland að gera það, sem landið hefur gert öldum saman. Grefur undan Evrópu. Í gamla daga egndi það Prússa í stríð við Frakka og borgaði brúsann. Nú er það Evrópusambandið, þar sem Bretland er fimmta herdeildin. Reynir að vera með á jaðrinum til að spilla fyrir, en fá samt að vera með við borðið. Reynir að hindra aðgerðir til að stemma stigu við fjárglæfrum bankamanna í City. Telur þær muni skerða svigrúm bankabófa. Reynir að hindra sjálfvirkar refsiaðgerðir gegn óábyrgum ríkjum, er safna skuldum. Reynir líka að hindra samræmda stefnu við gerð fjárlaga. Við þekkjum þessi sjónarmið hér á landi.