Brezka þingið felldi í gærkvöldi með 285 atkvæðum gegn 272 að fara í stríð við Sýrland. Þingið hafnaði líka stuðningi við hernað, þótt vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna mundi finna sönnunargögn um eiturhernað Sýrlandsstjórnar. Kosningin er áfall fyrir David Cameron forsætisráðherra, sem hafði barizt fyrir stríði. Þar með lýkur löngu tímabili eindregins stuðnings Breta við allan hernað Bandaríkjamanna víðs vegar um þriðja heiminn. Margir þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn Cameron. Þetta flækir málið fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem einnig sætir andstöðu við Sýrlandsstríð.